UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Þrumu pestó-Kjúlli m. sólþurrkuðum tómötum og feta. Í toppformi
Kjúlli í pestó m. sólþurrkuðum cherry-tómötum og feta. Ótrúlega einfaldur, hollur og góður réttur. Undirbúningur 10. mín. Eldun 1. klst.
4. stk. kjúklingabringur
1. stk. krukka af mauki úr sólþurrkuðum tómötum.
1. stk. krukka af mauki úr ólífum.
1. stk. krukka af sólþurrkuðum cherr-tómötum.
Fetaostur eftir smekk.

Hitið ofninn í ca. 180°C.

Takið maukið með sólþurrkuðu tómötunum og ólífunum og hellið í eldfast mót. Dreifið jafnt og þétt á botninn í eldfasta mótinu.

Takið kjúklingabringurnar og skolið. Það er ekki verra að skera þær í tvo til þrjá bita. Dreifið þeim jafnt í mótið ofan á pestóið. Það er ekki nauðsynlegt að krydda kjúllann þar sem pestóið er mjög bragðmikið.

Hellið cherry-tómötunum í sigti og látið olíuna leka af. Sama er gert við fetaostinn. Tómötunum og fetostinum er svo stráð yfir kjúllann.

Ofnbakið í ca. 1. klst. Ég set alltaf á grillið í ofninum svona síðustu 10-15 mínúturnar, þá verða tómatarnir og osturinn vel brúnað og stökkt.

Berið fram með gómsætu kúskúsi og hvítlauksbrauði. Þetta er rosalega hollt og gott.

Verði ykkur að góðu!


Sendandi: Kitchen-Aid <matta_monsa@hotmail.com> 17/01/2007



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi