Þrumu pestó-Kjúlli m. sólþurrkuðum tómötum og feta.

Í toppformi

Kjúlli í pestó m. sólþurrkuðum cherry-tómötum og feta. Ótrúlega einfaldur, hollur og góður réttur. Undirbúningur 10. mín. Eldun 1. klst.

Efni:
4. stk. kjúklingabringur
1. stk. krukka af mauki úr sólþurrkuðum tómötum.
1. stk. krukka af mauki úr ólífum.
1. stk. krukka af sólþurrkuðum cherr-tómötum.
Fetaostur eftir smekk.

Meðhöndlun
Hitið ofninn í ca. 180°C.

Takið maukið með sólþurrkuðu tómötunum og ólífunum og hellið í eldfast mót. Dreifið jafnt og þétt á botninn í eldfasta mótinu.

Takið kjúklingabringurnar og skolið. Það er ekki verra að skera þær í tvo til þrjá bita. Dreifið þeim jafnt í mótið ofan á pestóið. Það er ekki nauðsynlegt að krydda kjúllann þar sem pestóið er mjög bragðmikið.

Hellið cherry-tómötunum í sigti og látið olíuna leka af. Sama er gert við fetaostinn. Tómötunum og fetostinum er svo stráð yfir kjúllann.

Ofnbakið í ca. 1. klst. Ég set alltaf á grillið í ofninum svona síðustu 10-15 mínúturnar, þá verða tómatarnir og osturinn vel brúnað og stökkt.

Berið fram með gómsætu kúskúsi og hvítlauksbrauði. Þetta er rosalega hollt og gott.

Verði ykkur að góðu!

Sendandi: Kitchen-Aid <matta_monsa@hotmail.com> (17/01/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi