UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Ofnbakað fylltar tortillur Kjötréttir
Ofnbakaðar tortillur með osti og geggjaðri hakksósu (Comfort food!!)
Einn bakki nautahakk
1 krukka salsa sósa (mild)
1 dós 18% sýrður rjómi
1 bréf taco krydd
6 tortilla kökur (heilveiti betri)
1 krukka Guacamole
3 tómatar saxaðir
1 púrrulaukur saxaður
1 pakki rifinn ostur

1. Steikið hakkið á pönnu og þegar það hefur brúnast setjið taco kryddið útá og blandið því vel saman við hakkið.

2. Hellið sirka hálfu vatnsglasi (2-3 dl) af vatni útá á látið vatnið aðeins sjóða niður
Bætið við u.þ.b hálfri salsa krukkunni útí og 2 msk af sýrða rjómanum og látið krauma

3.takið eina tortilla köku, smyjrið smá sýrðum rjóma yfir hana alla. Setjið svo hakksósuna,ost, tómata og lauk þannig að hægt sé að rúlla henni upp (Gott að líma endana saman með smá guacamole) Endurtakið svo þetta með allar pönnukökurnar og raðið þeim í eldfast mót.

4. Hrærið afganginn af sýrða rjómanum og ´´slettið´´ honum yfir og í kringum kökurnar og stráið því næst afgangsostinum yfir allt saman.

5. Hitist í ofni við 220. gráður í 20 mínutur eða þar til osturinn er orðinn gullinn.

Berist fram með Salsa og Guacamole og ef til vill söxuðum tómötum og gúrkum

Verði ykkur að góðu!

Sendandi: Helena <helenagunnarsd@hotmail.com> 10/11/2006



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi