UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Svínakódilettur að asískum hætti Kjötréttir
Fyrir þá sem eiga alltaf þurrt sherrý í skápnum :) Brjálæðislega gott og krefst lítillar vinnu, þarf bara tíma til að marinerast.
Marinering:
1,5 dl teriyaki sósa (sæt soyasósa)
1,5 dl appelsínusafi
3/4 dl þurrt sherry
2 tsk engifer, ferskt eða duft
2 hvítlauksgeirar
svartur pipar og smá season all

5-6 svínakódilettur eða annað svínakjöt

Blandið öllu saman sem á að fara í marineringuna (mér finnst teriyaki sósan frá Santa Maria best). Setjið kódiletturnar í eldfast mót og hellið marineringunni yfir (ath að fatið sé ekki of stórt svo marineringin náni að fljóta aðeins yfir). Látið liggja í ca 6 tíma, ágætt ef maður man eftir að snúa kjötinu svona eins og einu sinni.

Ofinn stilltur á 200 gráður. Kjötinu með marineringunni skellt inn, steikt í ca 40-45 mín (fer eftir þykkt sneiðanna).

Borið fram með hrísgrjónum og salati og marineringin notuð sem sósa.

Verði ykkur að góðu!!

Sendandi: Hlíf <046.120713@telia.com> 06/09/2002



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi