UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Lítill Mexíkani með somsombrero... Kjötréttir
Algjör snilld!
Mexíkönsk hrísgrjón (Casa Fiesta eða Uncle Bens)
Nautahakk
Laukur
Taco krydd
Nýrnabaunir eða nýrnabaunastappa
Tortilla pönnukökur (þessar stóru)
Salsa sósa (hot)
Ostasósa
Rifinn ostur
Jalapeno og/eða Green chili (þarf ekki samt)
Sýrður rjómi

Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakka og setjið svo í botninn á eldföstu móti.

Steikið laukinn og svo nautahakkið og krydda það vel með tacokryddinu. Setja svo nýrnabaunirnar/stöppuna út í og blanda vel.

Jukkið seturðu síðan inn í tortilla pönnukökurnar, brýtur þær smekklega saman og skerð þær í þrjá bita. Bitana leggurðu síðan ofan á hrísgrjónin í eldfasta mótinu.

Ofan á það hellirðu síðan ostasósu, svo kemur rifinn ostur og síðast salsasósan. Þetta fer síðan inn í ofn og er þar í ca.20 mín. eða bara þangað til það er tilbúið!

Borið fram með jalapeno og/eða green chili, salati og algjört möst er að hafa sýrðan rjóma með!

Sendandi: Þóra Hallgrímsdóttir <thoraha@hotmail.com> 05/09/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi