UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Púrrubaka Kjötréttir
Uppskrift frá Frakklandi!!!
Efni í pizzubotn
1 dós sýrður rjómi
1 egg
salt
pipar
2-3 stönglar púrra, magnið skiptir engu
u.þ.b.300 gr. skinka
u.þ.b.300 gr. 26% ostur

Fyrst fer maður út í Björnsbakarí og kaupir tilbúið pizzudeig eða verður sér út um pizzubotnsuppskrift (sjá brauð og kökur) eða svona bökubotnsuppskrift (hveiti, vatn og salt. Mér finnst það verra).
Því næst sker maður púrrurnar eftir endilöngu og svo aftur eftir endilöngu á hinn veginn (í kross) og svo saxar maður þær og þvær (lætur vatn renna á þær í sigti) svo lætur maður púrruna í pott með smá smjörklípu og sýður á meðan maður makar út form og fletur botninn út. Svo hrærir maður sýrða rjómanum og egginu saman og lætur smá slurk salt og pipar, svo saxaða skinkuna og svo aðeins kælda púrruna og svo svona helminginn af ostinum (maður skilur eftir nóg til að láta yfir bökuna. Svo hylur maður þetta með osti og lætur í ofninn á 175 gráður í 45 mín.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 23/04/2000Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi