UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Aspaspasta Pizzur og pasta
Grænt gums á pönnu. Svaka gott!
500 gr. pasta (linguini eða það sem hendi er næst)
2 dl. mjólk eða rjómi, skiptir engu
1 brauðsneið, skiptir ekki máli hvernig. Hún fer alveg í klessu
1 teningur kjúklingakraftur
100 gr. smjör
Salt og pipar eftir smekk
1 dós aspas (aspastopparnir betri), u.þ.b. 300 gr.
50 gr. paramesan ostur (eða venjulegur 26% ef þér finnst táfýla vond á bragðið)

Sjóddu pastað eftir leiðbeiningum á pakka. Settu mjólkina á pönnu með brauðsneiðinni. Maskaðu hana alveg í spað. Settu svo smjörið, kjúklingakraftinn, saltið og piparinn út í. Því næst kemur aspasinn og vatnið af honum er gott að láta líka með. Maskaðu hann svolítið. Að lokum kemur svo osturinn og svo er pastanu gluðað í. Verði ykkur að góðu!!!
Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 18/06/1999



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi