UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Súkkulaðibitakökur Nigellu Brauð og kökur
Gyrnilegar og góðar

Var að horfa á matreiðsluþátt Nigellu og ákvað að ávinna mér ævarandi uppáhaldsess í hjarta ykkar allra með því að skella inn þessari uppskrift úr þættinum:

250 gr suðusúkkulaði, brætt í vatnsbaði og kælt
125 gr ósaltað smjör
125 gr sykur (blanda 75 gr púðursykur og 50 gr strásykur)
150 gr hveiti
30 gr kakó
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 msk vanilla
1 kalt egg
250 gr súkkulaðidropar


Smjör og sykur hrært í mjúkt og létt krem. Bræddu, kældu súkkulaði hrært saman við. Þurrefnum blandað saman og síðan hrært út í smjörblönduna. Eggið hrært saman við. Loks eru súkkulaðidroparnir hrærðir út í.
Deigið sett á bökunarplötu með ísskeið þannig að skeiðin er fyllt og skafið af henni svo hún sé sléttfull. Þá er deigið losað úr henni á plötuna. Uppskriftin gefur 12 smákökur.
Bakað við 170°C í 18 mínútur

Sendandi: Nafnlaus 11/07/2008Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi