UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Pastaréttur a la mamma Pizzur og pasta
yndislega fljótlegt og gott pasta
Pasta, slaufur, skrúfur eða bara hvaða sem er

3-4 pylsur
broccoli eftir smekk
sveppir eftir smekk
3-4 hvítlauksrif
uppáhaldsostur, td hvítlaukssmurostur
mozzarella eða gouda rifinn

Sjóðið pasta. Á meðan skal brytja niður pylsur, broccoli og sveppi og setja á pönnu með olíu. Þetta er steikt þar til mjúkt (broccoli) eða þar til pastað er soðið. Hvítlaukur settur í pressu og dreift yfir pönnuna. Pastað tekið úr pottinum og settí eldfast mót og pönnuinnihaldið yfir. Smurosturinn er bræddur með smá mjólk í litlum potti og hellt yfir. Að lokum er rifna ostinum dreift yfir og mótið sett í ofninn á 200°C í ca 20 mín. Frábært að borða salat og hvítlauksbrauð með. Klikkar aldrei. Hægt að hafa skinku eða hvaða kjöt sem er í staðinn fyrir pylsur. Líka hægt að hafa hvaða grænmeti sem er eiginleg. (papriku, kúrbít, gulrætur annað kál eða hvað sem er.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: mamma 09/11/2007Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi