Amerísk bökuð Marmara Ostakaka

Óskilgreindar uppskriftir

Ekta Amerísk bökuð Ostakaka

Efni:
Botninn
1 Bolli kexmylsna
4 msk sykur
7 msk brætt smjör
----------------------
Fylling
2 Öskjur rjómaostur
150gr sykur
3 msk hveiti
1 tsk vanilludropar
3 egg
100-150gr suðusúkkul.

Meðhöndlun
Botn:
myljið hafrakex í einn bolla, blandið sykrinum saman við.
sett í skál og bræddu smjöri blandað saman við. Hrært.
Mylsna klesst í botn á háu lausbotna ostakökuformi. (gott að þekja lausa botninn með bökunarpappír)
---------------------------------
Fylling:
Hrærið rjómaostinn ásamt sykrinum uns mjúkt. Hveiti og vanilludropum bætt í.
eggjunum bætt í einu og einu í senn og skafið vel nyður á milli.. ath! hræra rólega eftir að eggin eru sett saman við.
Bræðið suðusúkkulaðið
hellið 3/4 af rjómaostahrærunni í formið.
blandið bræddu suðusúkkulaðinu saman við restina af hrærunni.
hellið súkkulaðihrærunni að lokum yfir rjómaostahræruna í skellum hingað og þangað.
Takið hníf og skerið út munstur í súkkulaðihræruna þannig að þið fáið þessa marmara effect.

Bakist í miðjum ofni á 150c° í 60 mínútur eða þar til að kakan virðist aðeins vera að bakast á jöðrunum en virðist enn blaut í mijunni. Þá er hún tekin út og látin kólna. Að lokum er hún sett í frysti og tekin svo út ca 4 tímum áður en hún er borin fram. Gott að taka ekki úr forminu fyrr en hún er orðin frosin. þá er auðveldara að renna bökunarpappýrnum af.

Njótið vel og muna að það er bannað að opna ofninn og kíkja inn á meðan kakan er enn inni í honum.

Sendandi: Gulla <Gulla71@gmail.com> (24/11/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi