Kjúklingaveisla
Kjötréttir
Bragðgóður réttur sem hægt er að undirbúa fyrirfram og stinga svo í ofninn
þegar gestirnir koma.
Efni:
     2 kjúklingar
     olífuolia, salt, pipar
     2 laukar
     1 græn paprika
     400 gr sveppir
     3 dl. rjómi
     4 msk. tómatsósa    
     2 dl. rifinn ostur 
 
Meðhöndlun
     Kjúklingarnir hlutaðir í sundur í bita og brúnaðir í olíu á pönnu. Settir í eldfast mót og 
     salti og pipar stráð yfir.  Laukar og paprika skorið í bita og sveppir í sneiðar og léttsteikt.
     Látið ofan á kjúklingabitana.  Síðan er rjómanum og tómatsósunni blandað saman og hellt yfir.
     Bakað í ofni við góðan hita í ca. ½ klst. Þá er rifnum osti stráð yfir og bakað í 10 mín.
     Borið fram með hrísgrjónum og e.t.v. partýbrauði. 
Sendandi: Ása Hanna <asbjorg@isholf.is> (19/04/1997)