Djöflakaka

Brauð og kökur

Góð Djöflakaka og er deigið er einnig gott í skúffuköku.

Efni:
1 og 3/4 bolli Hveiti.
1 tesk Salt.
1 tesk Matarsódi.
1/2 bolli Sykur.
2/3 bolli Mjólk.
2 stk Egg.
100 gr Smjörlíki.
1 tesk Vanilludropar.

Meðhöndlun
Hræra vel saman sykri og smjörlíki.
Bæta síðan eggjunum út í og hræra vel.
Blandið þurrefnum saman sér og vökvanum sér.
Bætið þurrefnum og vökvanum svo í slurkum út í og hrærið á milli.
Varist að hræra mikið eftir að síðasta slurknum hefur verið bætt út í því þá verður degið seigt.
Hún er svo tilbúinn þegar hún er byrjar að losna frá köntunum. Það er líka hægt að pota í hana og ef hún lyftir sér upp aftur þá er hún líklega til búin.
Bakist við ....hmmm.. 200 til 180 gráður á celsíus, held ég þori ekki alveg að fara með það.
Gott er að nota englakrem á kökuna.

Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@ejs.is> (28/04/1995)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi