Sænskar kókóskúlur

Smákökur og konfekt

ekta sænskar kókóskúlur, ekki þessar vondu sem fást í bakaríum

Efni:
100 gr. smjör
1 dl sykur
3 dl haframjöl
2 msk kakó
1/2 tsk vanilludropar
2 msk kalt kaffi

Meðhöndlun
Allt saman sett saman í skál, blandað saman og rúllað í litlar kúlur. Kúlurnar svo rúllaðar í gegnum perlusykur eða kókós. Setjið svo í ísskáp í smástund.

Sendandi: Gulla <gulla@isnet.is> (24/07/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi