Heill kjúklingur í laukbaði

Kjötréttir

Kjúklingur í fati

Efni:
1 stór kjúklingur
1 laukur
1 rauðlaukur
1 hvítlaukur
1 blaðlaukur
5 gulrætur
Salt
pipar
kartöflur

Meðhöndlun
Kjúklingurinn er settur í lokað fat eða ofnpott og kryddaður með salti og pipar.
Allur laukurinn er skorinn í sneiðar.
Gulrætur eru þveignar og skornar í bita.
Kartöflurnar eru þveignar og skornar í 2-4 bita.
Allt sett í fatið með kjúklingnum og bakað í 1 klukkutíma á 200°C. (fer eftir stærð kjúklingsins)
Þegar kjúllinn er tilbúinn eru kartöflurnar veiddar upp úr, saltaðar/kryddaðar og settar í skál,
kjúllinn á fat
og rest, (laukur og gulrætur) eru sett í mixer og blandað vel saman.
Öllu gumsinu hellt í pott m.1 glasi af vatni og hitað aftur og notað sem sósa útá kjúllann.

Sendandi: Svala <sver@simnet.is> (08/06/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi