Pastasæla

Óskilgreindar uppskriftir

Kjúklingur, sólþurrkaðir tómatar, furuhnetur í pestó

Efni:
hæfilega mikið af pasta að eigin vali
2 kjúklingabringur
1/4 krukka sólþurrkaðir tómatar
1/2 pakki furuhnetur
2 hvítlauksrif
1/2 krukka pestó með tómat og hvítlauk

Meðhöndlun
Bringurnar steiktar á pönnu uppúr smá ólifuolíu. Presuuðum hvítlauknum bætt út í. Sólþurrkuðu tómatarnir settir með.
Furuhneturnar ristaðar á sér pönnu upp úr örlítið af hvítlauk og blandað saman við.
Pastað sett út á pönnuna og pestóinu hellt út á.

Sendandi: Nafnlaus (16/03/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi