Kjúklingasúpa af bestu gerð

Súpur og sósur

Besta kjúklingasúpan, þykk og góð

Efni:
1 stk kjúklingur
2 stk paprika
1 púrrulaukur
3 hvítlauksrif.
1 askja rjómaostur(stór)
1 flaska chili sósa frá Heinz
1/2-1 tsk svartur pipar
1 bolli vatn
1 bolli mjólk
1 peli rjómi

Meðhöndlun
1 kjúklingur af engri sérstakri stærð, soðinn eða steiktur brytjaður og látinn bíða betri tíma.
3 hvítlauksrif, kreist og kramin. 1 púrrulaukur skorinn í þunnar sneiðar.
2 paprikur, saxaðar.
Allt þetta er steikt í potti. Svo bætist í:
1 askja rjómaostur(án bragðefna) o
1 flaska chilli sósa frá Heinz.
Svartur pipar fer þá ofan í, magn eftir smekk og bragðvísi kokksins, sting upp á ½ til 1 teskeið.
Súpan er þynnt með vatni, mjólk og rjóma og fer magn hvers vökva einnig eftir kokknum, miklu máli skiptir að hann sé í verulega góðu skapi.
Þá fara út í súpuna tilvonandi 2 matskeiðar karri. Ekki láta þér bregða, þetta gerir gæfumuninn!
Svo er að bragðbæta með salti og pipar.
Þá er súpan tilbúin fyrir aðalatriðið.
Nú er brytjuðu kjúklingunum sturtað út í og hrært af lyst. Þegar súpa og kjúklingabitar hafa samlagast og sæst er súpan tilbúin til átu.
Gott er að hafa brauð með ósköpunum.

Verði öllum að góðu.

Sendandi: Lára <laravilb@hotmail.com> (08/03/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi