Rækjufiskur

Fiskréttir

Gómsætur fiskur með osti og rækjum.

Efni:
Fiskur ýsa eða þoskur (ca. 1 lítið flak á mann)
Hveiti í skál + nýmalaður pipar + salt
sítrónupipar
Rifinn Ostur
Rækjur..

Sósa:
1 eggjarauða á móti 100g smjör (2 eggjarauður .. ætti að vera nóg fyrir 3)
... Bræðið smjörið og látið kólna. Þeyta skal eggin þangað til þau hafa lyft sér og eru orðin frauðkennd. (gott er að velgja eggjarauðurnar með því að setja skálina í heitt vatn, þá lyftast eggin betur )
Hræra smjör og egg rólega saman. Kryddið með nýmöluðum pipar og sítrónusaf

Meðhöndlun
Skerið fiskinn í hæfilega bita og berjið bitana til að þynna þá. (fínt er að setja plastpoka yfir fiskinn þegar hann er barinn upp á þrif og subbuskap:) kryddið yfir annan helminginn á flakinu með sítrónupipar og setjið rækjur og rifinn-ost ofan á og brjótið flakið saman í samloku (rækjur, ostur og sítrónupipar lokað inní). Síðan er samlokunni dýft í hveiti sem búið er að salta og pipra. Steikið í ca. 2-3 mín við háan hita á hvorri hlið (ágætt að hafa lokið á pönnunni til að osturinn bráðni betur.)

Meðlæti:
Ferskt salat
Kartöflur eða hrísgrjón

Sendandi: Serafi <serafi@internet.is> (18/10/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi