Mars mousse

Ábætisréttir

ummmmmm

Efni:
4 mars súkkulaði (4x54gr)
1/2 l rjómi, létt þeyttur.
2 eggjahvítur
2 msk mjólk
Þeyttur rjómi, mars í bitum eða hvað sem þú vilt skreyta með.

Meðhöndlun
skerið marsstykkin í bita og setjið þau í pott ása2 msk af mjólk. Bræðið súkkulaðið við vægan hita þar til úr verður silkimjúk súkkulaðiblanda. Takið pottinn þá af hellunni og látið standa í 10-15 mín meðan mesti hitinn rýkur úr blöndunni. Hellið henni þá í skál. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við súkkulaðiblönduna. Stífþeytið þá eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við súkkulaðirjómann. Setjið í fallega skál og skellið inn í ísskáp eða frysti þar til blandan er orðin stíf. Skreytið þá með þeyttum rjóma, marsbitum eða því sem þú vilt.

Sendandi: Linda (06/10/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi