Sænsk appelsínukaka

Brauð og kökur

Svampterta með appelsínubragði

Efni:
6 egg
6 dl. sykur
6 dl. hveiti
300 gr. brætt smjör
1 msk. lyftiduft
1 msk. vanillusykur
2 dl. óblandaður appelsínudjús, (frosið appelsínuþykkni í dós, t.d. frá McCain)

Meðhöndlun
Hræra vel saman egg og sykur. Bræða smjör og látið kólna aðeins, hella síðan appelsínudjús út í smjörið og því síðan hellt út í eggið og sykurinn og hrært saman. Setja hveiti, vanillusykur og lyftiduft út í og hræra vel saman. Baka við 200°C í 20 mínútur. Strá sykri (eða perlusykri) yfir kökuna þegar búið er að baka hana.

Sendandi: Ásdís <asdisbr@hotmail.com> (20/08/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi