Epla pæ - ekta Amerískt

Ábætisréttir

Þetta er pæið sem allir hafa beðið eftir

Efni:
Deigið:
3/4 bollar Crisco feiti(hægt að nota ísl. jurtafeiti líklega heitir hún kókósfeiti, sem er pökkuð eins og smjörlíkisstykki, en þá þarf að þeyta það aðeins fyrst og þá verður hún eins og crisco)
1 msk mjólk
2 bollar sigtað hveiti
1/4 bollar soðið vatn
1 tsk salt

Fyllingin:
6 epli í bita
( jónigoldepli fín)
1/4 bolli púðursykur
1/2 bolli strásykur
2-4 msk hveiti
1/4 tsk salt
3/4-1 tsk kanill
( mæla ríflega)
1/4 tsk engifer
2 msk smjör (sett ofaná )

Meðhöndlun
deigið: hnoðað saman og flatt út og gerðir tveir kringlóttir hlemmar eftir forminu nema aðeins stærri en formið því það á að fara upp eftir hliðum formsins, og annar er aðeis stærri en hinn því hann er settur ofaná þegar fyllingin er komin í, og er það sett yfir og milli botnsins og formsins.Svo eru þumalputti, bendifingur og langatöng notaðar til að klemma lokið og botninn saman , bendifingur er ofaná botninum en hinir aftanvið og svo er bendifingur þrýst að lófanum en hinir frá , þá kemur svona bylgjubrún á pæið! stinga göt með gaffli á lokið, bakað við 180°c í 20-30 mín þarf bara að skoða og fylgjast með.

Fylling: öllu blandað saman (nema smjörinu)og eplunum blandað útí það en þau eiga að skerast í bita,sett í formið ofan á botninn og smjörbitunum deilt yfir og svo er lokið sett á,(sjá lýsingu fyrir ofan)

Sendandi: Oddný J.B. Mattadóttir <oddny@mitt.is> (07/01/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi