Brennivínsbani!

Drykkir

Þjóðlegur drukkur til brúkunar við ýmis tækifæri. Uppskriftin miðast við einn skammt

Efni:
1 kanna sterkt kaffi.
1krónupeningut og hátt glas.
1 flaska brennivín.

Meðhöndlun
Setjið peninginn í glasið og hellið kaffi í þartil peningurinn hverfur.
Hellið þvínæst brennivíni í glasið þartil hann kemur í ljós aftur. Hellið þá
aftur kaffi í blönduna þar til peningurinn hverfur og svo brennivíni og svo
koll af kolli þar til glasið er fullt. Ef svo óheppilega vill til að þegar
glasið er fullt sjáist peningurinn ekki, skal taka glasið og hellia innihaldi
þess í sig og byrja síðan upp á nýtt.
Ath:Þegar komnir eru tveir peningar í glasið er rétt að hætta blönduninni.

Sendandi: Gvendur góðglaði <olisi@ismennt.is> (30/11/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi