Möndlulengja

Brauð og kökur

Mjög bragðgóð með kaffinu

Efni:
400 gr hveiti
5 tsk þurrger
1 1/2 dl vatn
1 dl matarolía
1 egg
3 msk sykur
2 tsk kardimommur
1/2 tsk salt

Fylling:
Söxuð epli
Marsipan
Möndlur
Súkkulaði
Rúsínur
Vanillubúðingur

Ofan á:
Eggjablanda
Grófur sykur
Möndlur ef vill

Meðhöndlun
1. Byrjið á því að taka frá 1 dl af hveiti og geymið á diski til hliðar.
2. Blandið saman ylvolgu vatni, matarolíu og eggi.
3. Setjið þurrefnin í skál, hellið íbleytinu saman við og hrærið og hnoðið, bætið við hveitinu sem tekið var frá, eftir þörfum.
4. Setjið aftur i skálina og skálina í heitt vatnsbað í eldhúsvaskinn.
5. Látið hefast í 10-15 minútur.
6. Hnoðið aftur, skiptið deiginu í tvennt, fletjið út í tvær lengjur og setjið fyllingu eftir miðjunni á lengjunum og lokið eins og um vínarbrauð væri að ræða.
7. Bakið í miðjum ofni við 200°C í ca 20 mínútur.

Þegar kemur að því að setja fyllinguna á lengjuna er það val hvers og eins hvað hann notar af því sem er gefið upp. Hægt er að nota þetta allt eða bara það sem maður vill hverju sinni.
Gott getur verið að pensla lengjuna með matarolíu áður en fyllingin er sett inn í hana en passið að pensla ekki kantana því þá er erfitt að loka lengjunni.

Fallegt er að pensla lengjuna með eggi epa eggjablöndu og strá grófum sykri og söxuðum möndlum yfir.

Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi