Pönnukökur

Brauð og kökur

Uppskrift í dl.

Efni:
4 dl. hveiti
2 msk. sykur
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. lyftiduft
2 egg
1 tsk. vanilludropar
50 gr. brætt smjörlíki
Mjólk bætt í eftir þörfum

Meðhöndlun
Þurrefnin sett saman í skál og dálítið af mjólk sett útí
Eggin og vanilludroparnir næst.
Smjörlíkinu er hellt útí og þynnið svo með mjólk eftir þörfum.
Ath. deigið á að vera þunnt.
Svo er deiginu ausið með ausu á heita smurða pönnukökupönnu og bakaðar fallegar pönnukökur.

Sendandi: Addý <addgys@simnet.is> (29/05/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi