Forsetafiskur

Fiskréttir

mjög bragðgóður fiskréttur

Efni:
3 græn epli
1 græn paprika
6-7 sneiðar bacon
smjör
ýsuflak
hveiti
pipar
salt
1 stk Camembert-ostur
rifinn ostur

Meðhöndlun
Afhýðið eplin og skerið í bita. Skerið einnig paprikuna í bita.
Baconið er skorið í 3-4 bita (hver sneið) og steikt í smjöri þar til það er glært.
Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á.
Yfir allt er síðan dreift rifnum osti.
Hitið í 20-30 mínútur við 180°c

Sendandi: Yrsa <yrsag@itr.is> (27/05/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi