NAMMI BOMBA

Ábætisréttir

Þessi ábætisréttur bráðnar í munninum og er mjög auðveldur

Efni:
1/2 l. rjómi (þeyttur)
1. askja jarðaber
1. stór poki malterserskúlur
1. púðursykur marens

Meðhöndlun
ATH. að taka frá nokkrar malterserskúlur og jarðaber til að skreyta með.

Byrjið á því að þeyta rjómann. Brjóta marensinn niður í bita og skerið jarðaberin í bita. Öllu er síðan blandað saman við rjómann, einnig malterserskúlunum. Sett síðan í einhverja fallega skál og skreytt með malterserskúlum og jarðaberi. Sett síðan í kæli yfir daginn.

ATH. Gera réttinn um morguninn ef á að nota hann um kvöldið.


Sendandi: Ástrós <astros@strik.is> (30/03/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi