Skyrterta

Brauð og kökur

Góð Aprikósuskyrterta

Efni:
1 stór Aprikósuskyr dós
1 stk Egg
1/4 Þeyttur rjómi
2 msk Sykur
3 stk Matarlímblöð

Hafrakex
Smjörlíki
Meðhöndlun
Skyr, egg, sykur þeytt saman. Rjómanum bætt út í. Matarlímíð brætt í vatnsbaði
og hellt varlega út í meðan þeytt er.
Hafrakexið mulið , smjörlíki brætt og hellt yfir kexið, þjappað í lausbotna form.
Skyrhrærunni hellt yfir og sett í kæli í sólarhring.

Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <Beta@skyrr.is> (15/10/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi