Berjaæði!!

Brauð og kökur

Ótrúlega góð kaka sem er holl og góð við öll tækifæri!

Efni:
4 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
2 egg
1 dós skyr.is með jarðaberjabragði
2 tsk. vanilludropar
1 dl mysa
1 tsk. edik
3 msk. kakó
1 dl súkkulaðispænir

Krem:
150 gr. smjörlíki
~23 bláber
1 blað matarlím
1 dós vanillu - létt jógúrt
1 dl flórsykur

Meðhöndlun
Þurrefnunum blandað saman. Eggjum, skyri og vanilludropum hrært saman og sett síðan út í.
Mysu og ediki hellt yfir. Öllu blandað vel saman og loks er súkkulaðispænirinn settur útí.
Hellt í form.
Bakað við 180°c í 16 mín. í örbylgjuofni.

Öllu í kreminu skellt saman og smurt vel ofan á. Passið að ekki sjáist í sjálfa kökuna.
Skemmtilegt er að skreyta kökuna með jarðarberjum ef þú nennir.

Sendandi: Anna Theodórsdóttir <annatheo@mi.is> (21/02/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi