Fiskibollur m/karrýsósu

Fiskréttir

Ora fiskibollur skornar í eggjaskera sett í eldfast mót, sósa og ostur yfir.

Efni:
1. stór dós Ora fiskibollur.
Matvinnlsurjómi
Aromat eða Picanta
karrý
(salt/pipar).
Ostur
Þykkja með maisenamjöli ljósu ef þarf.
Meðlæti :
Kartöflumús með icebergsalati.
Tómata og gúrkur ef vill.

Meðhöndlun
Fiskibollur án safa skornar í eggjaskera og settar í eldfast mót.( skera má bollur í helm.ef vill).
Matvinnslurjómi settur í pott og bragðbættur með salti,pipar, karrý og Arómati/picanta. (smakka)
Ath. ekki nauðsynlegt að nota allan rjómann.
Þykkja með maisenamjöli ljósu ef vill og síðan hellt á bollurnar.
Ostur skorinn í sneiðar eða rifinn yfir.
Hitað í ofni á ca. 200° þar til ostur er bráðinn/gylltur og heitt í gegn.

Sæt Kartöflumús með icebergsalati:
Soðnar kartöflur,maukaðar með þar til gerðu áhaldi, smá smjör, salt, sykur og smá mjólk. Smakka til. Rífa síðan niður icebergsalat og bæta út í kartöflumúsina.
Ódýrt og gott.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Inga <igi@mi.is> (20/02/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi