Gulrótakaka

Sérfæði

Bragðgóð og hentug til frystingar

Efni:
200 gr. döðlur
2,5 dl. soðið vatn
4 egg
4 msk. olía
250 gr. speltmjöl
1 1/2 tsk. lyftiduft (hveitilaust fæst í Yggdrasil, annars bara venjulegt)
1 tsk. kanill
1/2 tsk. kardemommudropar
1/2 tsk. sjávarsalt
250 gr. rifnar gulrætur
100 gr. rúsínur
50 gr. ristaðar afhýddar möndlur eða hnetur

Meðhöndlun
Hitið ofninn í 175° C. Saxið döðlurnar og hellið sjóðandi vatni á þær. Látið kólna á meðan öllu er blandað saman við eggin og olíuna. Setjið dölurnar MEÐ vatninu í mixer og mixið vel og bætið svo út í blönduna. Bætið vatni útí ef ykkur sýnist deigið þurrt. Setjið deigið í smurt hringlótt kökuform og bakið í ca.25 mín. Gott með þeyttum rjóma.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (26/12/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi