Pylsuréttur

Óskilgreindar uppskriftir

Mjög góður pylsuréttur fyrir allan aldurshóp

Efni:
Pylsur 1 pakki
beikon 1 bréf
bakaðar baunir 1 dós
niðursneitt brauð
paprika
sveppir
brokkoli
hvaða grænmeti sem er
matarrjómi
ostur

Meðhöndlun
Brauðið sett í botninn á eldföstu móti, pylsurnar skornar niður og settar yfir og síðan bökuðu baununum. Beikonið steikt á pönnu ásamt grænmetinu og kryddað. Rjóma bætt útí. Þessu er síðan bætt ofaná pylsurnar. Meira rjóma hellt yfir og síðan ostur. Sett í ofn þar til heitt í gegn.

Sendandi: Sigurlín Baldursdóttir <linabald@hotmail.com> (05/12/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi