Pepperonipasta

Pizzur og pasta

Frábær, hressandi pastaréttur, var auglýsing í Cosmopolitan, frá Buitoni. (ég hef keypt Cosmo síðan, en ekki fengið svona góða uppskrift aftur)

Efni:
2 msk. Extra Virgin olífuolía
1 meðalstór laukur, sneiddur
2 hvítlauksrif, kramin
1 meðalstór grænn chili pipar, fínsaxaður án fræja
(285 ml passata (tómatjukk, ekki purée . .fékkst ekki hér, en mér skilst að það fáist í Sirpu) ég svindlaði bara og notaði . . .)
1 dós Campbells Cream of Tomato Soup í staðinn,
2 msk tómatpurée
mjólk eftir þörfum
350 gr Buitoni conchiglie (fæst ekki enn á landinu, notið Buitoni gnocchi í staðinn
100 gr pepperoni í sneiðum, (mér finnst Ali langbest), má líka nota salami (ég hef ekki prófað það)
3 msk fersk steinselja, söxuð
salt og pipar

Meðhöndlun
Fyrir 4 (3 gráðuga), tími: ca 25 mín
1. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn, hvítlaukinn og chilipiparinn saman.
Ath.Mjög mikilvægt að mýkja laukinn aðeins ekki brúna, tekur lengri tíma en það er þess virði...
2. Bætið tómatsúpu og purée út í, þynnið með mjólk þar til æskilegri þykkt er náð, látið malla í 4-5 mín. Saltið og piprið eftir smekk.
3. Sjóðið pastað á meðan í söltuðu vatni.
4. Þegar pastað er tilbúið, bætið pepperoni sneiðum (skornum í tvennt) og steinselju út í.
5. Hristið allt vatn úr pastanu í sigti og setjið pastað út á pönnuna, blandið vel saman og berið strax fram
strax með parmesan osti og hvítlauksbrauði.

Borðist í góðra vina hópi...
Buon appetito!

Sendandi: Ása Bjarnadóttir <asasaemi@treknet.is> (15/06/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi