Gullréttur

Óskilgreindar uppskriftir

ummmmmmm

Efni:
1 stk gullostur
3-4 msk mjólk
2 1/2 dl matreiðslurjómi
1 gul paprika
1 rauð paprika
250 gr sveppir
brokkolí
púrrulaukur
5-6 skinkusneiðar skornar í bita
1/2 franskbrauð
olía til hitunar

Meðhöndlun
Skerið allt grænmetið og skinkuna í bita og hitið létt í olíu á pönnu. Bræðið gullostinn við vægan hita í örlítilli mjólk og hellið síðan rjómanum saman við. Rífið brauðið niður í eldfast mót. Stráið grænmetinu og skinkunni yfir og hellið að síðustu ostaleginum yfir. Hitið í ofni við 200° í 25 mín. Berið fram heitt.

Sendandi: Linda (20/09/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi