Heimagert sinnep

Súpur og sósur

auðvelt

Efni:
1/2 bolli sinnepsduft
1/2 bolli vínedik
1/2 bolli sykur
1 egg, slegið
1 tsk. maísmjöl
1 bolli majones
smá salt

Meðhöndlun
Blandið sinnepsdufti og ediki saman og geymið í ísskáp yfir nótt. Takið það úr ísskápnum og látið það ná stofuhita áður en farið er að gera meira. Setjið í pott og bætið eggi, sykri, salti og maísmjöli út í. Hitið varlega og hrærið stanslaust þar til blanda fer að sjóða og þykkna. Kælið og bætið majonesinu út í. Geymið í ísskáp.

Sendandi: Ylfa (11/05/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi