Karrýfiskur

Fiskréttir

Góður fiskréttur fyrir fjóra.

Efni:
500 gr fiskflök (ýsa, karfi eða silungur)
1/2 msk smjörlíki
1/2 tsk salt
1/2 tsk karrý
1/2 tsk dill

Meðhöndlun
Roðflettu flakið og skerðu það í hæfilega stóra bita.
Smyrðu pönnuna með smjörlíkinu og raðaðu fiskbitunum á hana.
Blandaðu salti, karrý og dilli saman og stráðu því jafnt yfir fiskinn.
Settu lok á pönnuna. Það á að falla þétt að börmunum.
Láttu fiskinn vera á pönnunni í 15-20 mín á minnsta straum eða þar til hann er hvítur í gegn.
Berðu fiskinn fram með grænmetissalati og soðnum kartöflum.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (28/04/1995)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi