kjúklinganammigott

Kjötréttir

kjúklingur með appelsínukarrísósu

Efni:
kjúklingabitar ( bringa, læri, leggur, vængur o.frv.)
appelsínusafi
karrí
sítrónupipar (hvítlaukspipar)
kjúklingateningur
rjómi

hrísgrjón
salat

Meðhöndlun
brúna kjúllannn á pönnu í smá olíu og setja í eldfast mót
hella appelsínusafa í olíuna á pönnunni og smá karrí og kjúklingatenging og hræra og hella svo yfir kjúklingabitana í eldfastamótinu
henda inn í ofn við 200° og elda þar til að kjúllinn er tilbúinn

hrísgrjón í pott

sósan: takið sósuna sem er í eldfasta mótinu og hellið í pott (gott að sigta ef hún er mjög kekkjótt) bætið smá meiri appelsínusafa í og rjóma í, bæði eftir smekk einnig karrí ef vill
gott er að þykkja hana með sósuþykkjara ef þarf

salat með fetaosti með


mmmmmm... nammnamm slær alltaf í gegn :)

Sendandi: steinunn <steinaosk@hotmail.com> (08/03/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi