Kjúklingastroganoff

Kjötréttir

.

Efni:
1,8kg kjúklingalæri, frosin, bein- & skinnlaus
240g sveppir, sneiddir
4 1/2dl soðið vatn (sjóðandi)
3 3/4dl frosið brokkólí
2dl ídýfa m/laukbragði
1 rauð parika, sneidd
1 stór laukur, sneiddur
1pk Uncle Ben´s Country Inn Rice Pilaf
Krydd eftir smekk

Meðhöndlun
Hitið ofninn í 220°c. Setjið í eldfast mót (m/loki) kjúkling, hrísgrjón, krydd, lauk, sveppi og papriku. Hellið sjóðandi vatni yfir og blandið öllu vel saman. Setjið lokið yfir og hitið í 30 mín. Bætið þá brokkólí út í og hitið áfram í 10 mín undir loki. Takið úr ofninum og hrærið ídýfunni út í. Látið standa með loki yfir í 5 mín. eða þar til vökvinn hefur gufað upp.

Hollráð: Gott er að brúna kjúklinginn dálítið á pönnu áður.
(1msk. af olíu f. 4).

Uppskriftin er fyrir 4

Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> (01/01/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi