Jólasúkkubollur

Brauð og kökur

Fallegar bollur sem eru girnilegar á bragðið og í útliti, þær eru fylltar súkkulaði og án gers! hægt er að stilla þeim upp við hvað sem er. Góða skemmtun:)

Efni:
Deig:
2 1/2 dl vatn
115 gr smjörlíki
115 gr hveiti
4-6 egg

Fylling:
ca.3 dl flórsykur
ca.1 dl kakó
heitt vatn
Heita kaffi dropa


Sósa (ef til vill):
2 msk. kakó
1 1/2 dl vatn
100gr suðusúkk.
3 msk. sykur
1/8 tsk. salt

Meðhöndlun
Bollur:
Setjið vatn og smjörlíkið í pott og hitið þar til smjörlíkið er bráðið. Bætið hveiti út í og hrærið þar til að deigið losni frá botninum.Setjið degið í skál og kælið smávegis.Setjið eggin saman við, eitt í einu,og hrærið vel á milli.Setjið degið með skeið á bökunar plötu. Bakið við 200°c í 20-40 mín. Gott er að fylgjast vel með bollunum. Ekki opna ofninn fyrstu 10 mín.eftir bökun! (u.þ.b. 35 bollur og 2 turnar)Fyllingin þarf að líkjast glassúri.Blandið Flórsykri og kakói í skál, síðan skal bæta lítið í einu af heitu vatni og kaffi. En muna þarf að hræra vel þangað til að kekkirnir hverfa.
Fyllið með gamaldags rjómasprautu

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!!!!

Sendandi: Patrygja Weronika Wittstock <eg@snerpa.is> (21/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi