Skálaterta

Brauð og kökur

Fljótleg terta

Efni:
1 svampbotn, makkarónukökur eftir smekk,1 heildós jarðarber.

2 eggjarauður, 100 gr. flórsykur, vanilludropar, 1/2 l. þeyttur rjómi.

Súkkulaðispænir.

Meðhöndlun
Svampbotninn er rífinn niður í botn á skál ásamt muldum makkarónukökum og jarðarberjum með svolitlum safa.

Eggjarauður og flórsykur er þeytt saman, vanilludropum bætt útí.
Þeyttum rjóma hrært varlega sama við. Sett yfir. Súkkulaðispónum stráð yfir. Látið bíða í ísskáp í nokkrar klukkustundir, eða yfir nótt.

Sendandi: Gerður Eyrún Sigurðardóttir <runa@flott.is> (04/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi