Papriku-vínarbrauð

Brauð og kökur

Fljótlegt og gott!!

Efni:
frosið smjördeig, þítt í ísskáp
1 rauðlaukur
1/2 gul paprika, söxuð
1 rauð paprika, söxuð
salsasósa í krukku
rifinn ostur
salt og pipar
olía, til steikingar
egg, til penslunar

Meðhöndlun
Fletjið smj.deigið út í u.þ.b. 2 mm þykkt og hafið það 17 cm á breidd. Léttsteikið lauk og papriku í olíu, í stutta stund og kryddið með salti og pipar. Lækkið hitann niður á minnsta straum, setjið lokið á og látið grænmetið mýkjast vel. Smyrjið salsasósu á smjördeigslengjurnar og látið síðan paprikumaukið í miðjuna, eftir endilöngu. Stráið svolitlum rifnum osti yfir og brettið upp hliðarnar, svo brúnirnar komi saman í miðju. Penslið m/ eggi og stráið osti yfir. Bakið við 200°c í 10-15 mín. Kælið og skerið niður.

Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> (14/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi