Kornflakes-kjúklingur

Kjötréttir

Ofnbakaður kjúklingur

Efni:
1 kjúklingur hlutaður
1 lítill pk Kellogs kornflakes
1/4 l rjómi
1/2 ds. niðursoðnir sveppir
kjúlklingakrydd eftir smekk

Meðhöndlun
Blandið saman, í eldfast fat með loki, kornflakes, rjóma og sveppum (setjið sveppasoðið með). Hlutið kjúkling og kryddið með kjúklingakryddinu eftir smekk. Raðið kjúklingabitunum ofan á kornflakes blönduna lokið forminu og bakið í ca 1 klst við 180-200°C
Berið fram með pönnusteiktum kartöfluskífum og góðu salati. Kornflakesjukkið notað sem meðlæti.

Sendandi: Olgeir Helgason <olli@isl.is> (29/07/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi