Kanelsnúðar

Brauð og kökur

Þeir bestu!!!!

Efni:
100-150 gr. smjör eða smjörlíki
5 dl mjólk
50 gr. ger
1-1,5 dl sykur
1/2 tsk. salt
2 tsk. kardimommudropar
16-17 dl hveiti


Fylling:

50 gr. smjörlíki eða smjörvi
1 dl sykur
1 msk kanell


Ofaná:

hrært egg
perlusykur eða hakkaðar möndlur

Meðhöndlun
Bræðið smjörið, bætið útí mjólk og hitið í 37°C. Myljið gerið í stóra skál og hellið vökvanum yfir og hærið þar til gerið er uppleyst.
Blandið þurrefnunum útí en skiljið eftir smá hveiti til að hnoða með. Látið hefast undir dúk í ca. 40.mín.
Hnoðið deigið og skiptið því í tvennt, fletjið út hvort stykki um sig í 2 aflangar kökur. Smyrjið smjörinu á, stráið yfir sykri og kanel, rúllið upp.
Skerið hverja rúllu í 24 bita, látið í pappírsform á bökunarplötu og dúk yfir. Látið hefast í 30-40.mín, penslið með eggi og stráið perlusykri eða möndlum yfir.
Bakist í miðjum ofni við 250°C í 6-8 mín.
Látið kólna undir dúk á bökunarrist.

Sendandi: halldora <halldora@vortex.is> (09/02/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi