+Afengur Jólaöl

Drykkir

Efni:
Áfengt jólaöl

Ég fór um fyrir stuttu í Heiðrúnu í leit að einhverju spennandi til að
bjóða upp á núna í aðventunni og um hátíðirnar. Þar fann ég nýja tegund
af þýskum bjór, Diebels, sem nefnist Plato 13 og ákvað ég að prófa hann.
Það kom mér virkilega á óvart hvað hann var bragðgóður og minnir einna
helst á malt. Þar sem ég er alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt ákvað
ég að prófa að blanda Plato 13 með appelsíni og árangurinn lét ekki á
sér standa. Þetta reyndist vera fyrirtaks jólaöl. Það er ekki spurning
að ég mun hafa Plato 13 á boðstólnum um jólin, bæði einan sér og
blandaðan appelsíni. Ég get alveg óhikað mælt með þessum bjór.


Meðhöndlun

Plató 13 Bjórinn blandað saman með Egils Appelsín sama og gert er með Malt og Egils appelsín

Sendandi: Ragnheiður Sara Valdimarsdóttir <sara@islandia.is> (12/12/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi