Púðursykurterta

Brauð og kökur

Dísæt og mjög svo góð terta með rjóma. Uppskrift fengin úr Kökubókinni(1.tbl)

Efni:
4 eggjahvítur (ATH: alls engin rauða má blandast við!!)
4 dl púðursykur
2 pelar rjómi

Meðhöndlun
Eggjahvítur og púðursykur þeytt saman.
Sett í tvö form, sem smurð hafa verið mjög vel með Bláa borðanum.
Þurrkað í 40 til 45 mínútur við 95-120C (200-250F)
1 peli af þeyttum rjóma látinn á milli botnanna og tertan látin bíða í 6-8 tíma.
1 peli af þeyttum rjóma látinn ofan á tertuna.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (28/04/1995)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi