Léttar lambalundir

Kjötréttir

Ljúffengar og léttar lambalundir - alvöru kjötmáltíð

Efni:
5-600 g lamba- eða grísalundir
2 stórir laukar
100-200 g beikon
200 g hvítlaukssmurostur
2 hvítlauksrif
2-4 tsk sterkt sinnep (Dijon)
1 tsk kjötkraftsduft eða smávegis af mjög sterku kjötsoði
pipar
1/2-1 tsk anísfræ (eða bara anísduft)
kaffirjómi
vatn
olía

Meðhöndlun
Lundirnar skornar í 4-5 cm bita, bitarnir settir upp á endann og bankaðir í sneiðar. Kjötið steikt á pönnu ásamt hvítlauk og mulinn pipar settur á kjötið. Bætið anísfræinu út í. Tekið af. Laukur skorinn í sneiðar - ekki mjög þunnt - látinn krauma ásamt smátt skornu beikoni þar til hann er glær. Tekið af og hvítlaukur settur í.

Rjómaosturinn settur í fituna sem eftir er á pönnunni og bræddur ásamt svolitlu vatni og rjóma (eftir smekk um þykkt). Út í þetta er sett kjötkraftsduftið og sinnepið. Lauk-beikon blandan sett út í og látið krauma svolitla stund og kjötið síðan sett í og látið krauma smástund.
Gott með góðum kartöflum eða austurlenskum hrísgrjónum og salati gerðu úr fersku grænmeti og eplum. Ég hef alltaf góð hrísgrjón með og svo Waldorfsalat, (tvö epli, slatti af rauðum vínberjum, sýrður rjómi (etv. með graslauk) og kannski einn sellerístöngull, nokkrar saxaðar valhnetur).

Sendandi: Hólmfríður <hofi@strik.is> (25/10/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi