Sinnepskartöflusalat (vá)

Ábætisréttir

Kalt kartöflusalat með sinnepi, eigin uppskrift, honest!

Efni:
8 - 10 meðalstórar kartöflur, soðnar og kældar.
ca. 1 dolla sýrður rjómi.
ca. 2-3 msk. mæjones.
1/2 laukur (mæli með rauðlauk)
ca. 3-4 msk sinnep, því sterkara, því betra!

Meðhöndlun
1. Flysjið kartöflurnar ef þið nennið og skerið í bita.
2. Skerið laukin smátt.
3. Skellið öllu saman í skál og hrærið vel saman.
Athugið að efnismagn er ágiskun, ég fer bara eftir "tilfinningunni" þegar ég blanda þetta!
Gott með t.d. súrsætu svíni og bragðmiklum kjötréttum.

Sendandi: Jón Ragnarsson <jonr@ismennt.is> (17/12/1995)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi