Danskur sumarréttur

Ábætisréttir

Góður eftir matinn, eða sem kæling í sól og sumaryl.

Efni:
2 lítrar rjómaís
2 öskjur fersk jarðarber
Flórsykur

Meðhöndlun
Rjómaísinn er látin standa við stofuhita í ca. 15 mínútur, þá stappaður niður í skál eða eldfast mót, fersku jarðarberin eru þvegin og snyrt og sett yfir ísinn, stráið svo flórsykri yfir og þá er þetta orðið girnilegt og tilbúið til neyslu. Nammi namm.

Sendandi: Addý <addgys@visir.is> (03/07/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi