Rúllutertubrauð (rosalega gott)

Brauð og kökur

Rúllutertubrauð

Efni:
250 g (1 askja) sveppaostur
1/4 dós aspas
200 g skinka
3 msk majones
súrmjólk
ostur

Meðhöndlun
Osturinn settur í pott ásamt aspassafanum (í smá skömmtum).
Hitað þar til bráðnar.
Tekið af plötunni.
Majones, skinka og aspas sett út í.
Smurt á rúllubrauð og því rúllað upp.
Majonesi og súrmjólk blandað saman og penslað á brauðið.
Ostur settur yfir og paprikudufti stráð á.
Hitað í ofni við 200 gráður í 10-15 mín eða þar til osturinn er bráðnaður.


Sendandi: Sif Heiða Guðmundsdóttir <sifg@hi.is> (05/05/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi