Ananasís

Ábætisréttir

Ferskur og mjög ljúffengur ís

Efni:
4 eggjarauður
2 dl sykur
1 msk vanillusykur
1/2 ltr rjómi
1 lítil dós ananaskurl
200 gr rjómasúkkulaði
Sítrónusafi

Meðhöndlun
Þeyta saman eggjarauður, sykur og vanillusykur.
Ef blandan er mjög þykk má setja smá af ananassafanum útí.
Rjóminn er þeyttur og blandað saman við eggjahræruna.
Skera súkkulaðið í litla bita og setja útí blönduna ásamt ananaskurlinu.
Að lokum er svo settur smá sítrónusafi til að bragðbæta.

Sendandi: Pollyana <polly_ana@hotmail.com> (28/04/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi