Ýsa m/karrý og eplum

Fiskréttir

Mmmmmm, fljótlegt og einfalt!!

Efni:
2 meðalstór ýsuflök
3 græn epli
1 tsk karrý
olía
salt

Meðhöndlun
Skerið ýsuflökin í 3-4 cm breiða bita og saltið þá.
Afhýðið eplin og rífið þau niður eða saxið.
Hitið olíuna á pönnu á meðan.
Bætið eplamaukinu og karrýinu á heita pönnuna og blandið vel.
Leggið fiskbitana oná og látið krauma í ca. 10 mín.
Voilá!!!

Sendandi: Erla <erlahl@hi.is> (26/01/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi