Gráðaostapasta

Pizzur og pasta

Geðveikt, uppáhald mitt og túttunnar minnar. Hvítlauksáhangendur, eitthvað fyrir ykkur.

Efni:
Pastaskrúfur - slaufur ca. 1/2 pakki
6-7 hvítlauksrif
1 ´biti gráðaostur, minni gerðin
1/4 l. rjómi
1 dós túnfiskur í vatni
Season All.

Meðhöndlun
Sjóðið pastað as usual
Svissið ´hvítlaukinn í olíu í potti, Skerið gráðaostinn smátt og bræðið saman við. Hella rjómanum yfir allt saman, hrært vel helst ekki láta sjóða, á að vera þunnt gumsið sko. Skellið soðnu pastanu í skál, túnfisknum saman við og hellið sósunni yfir allt saman. Borið fram með hvítlauksbrauði og fersku salati.

Sendandi: Hvítlaukurinn <bylgja@ljosavik.is> (10/09/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi